Liðið þarf að fara í endurnýjun eftir EM Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2013 06:45 Þorlákur er bjartsýnn fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á fimmtudaginn. Liðið þarf að fara í endurnýjun eftir mót. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur leik á Evrópumótinu í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar liðið mætir því norska í fyrsta leik riðlakeppninnar. „Mótið leggst vel í mig. Væntingar eru hóflegar og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þá gengur okkur best,“ segir Þorlákur Árnason. „Okkar möguleikar byggjast mikið á því hvernig fyrsti leikurinn gegn Norðmönnum fer. Ísland er með betri leikmenn en Noregur, það er alveg ljóst.“ Ísland er með Noregi, Hollandi og Þýskalandi í riðli en tvö efstu liðin fara örugg áfram.„Þá nægir okkur eitt stig gegn Hollendingum til að komast áfram. Þó það vanti einhverja leikmenn í þýska liðið og þær hafi leikmenn sem eru að koma eftir meiðsli þá held ég að við getum ekki gert ráð fyrir stigi eða stigum gegn þeim.“Baráttan okkar styrkleiki Þorlákur var beðinn um að meta styrkleika íslenska liðsins.„Styrkleiki liðsins er hryggur liðsins frá markmanni að fremsta manni. Við eigum frábæra markmenn og svo eru Sif [Atladóttir] og Katrín [Jónsdóttir] mjög gott miðvarðapar, Sara [Björk Gunnarsdóttir] og Margrét Lára [Viðarsdóttir] eru síðan einir af bestu leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar. Styrkur liðsins í gegnum tíðina hefur verið barátta, uppsett atriði og hraðar sóknir.“Stutt í endurnýjun„Sigurður Ragnar [Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] er búinn að þjálfa liðið lengi og er frekar íhaldssamur. Menn hafa gagnrýnt það svolítið að breytingar hafa verið litlar undanfarin ár en það hefur gengið vel og þjálfaranum því ekki fundist ástæða fyrir breytingar. Um leið og gengið versnar þá koma sérfræðingarnir fram með lausnir. Ég á ekki von á öðru en að Siggi sjái að það þurfi smá uppstokkun á liðinu eftir EM. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun fyrir Sigga að skilja Eddu [Garðarsdóttir] eftir heima. Endurnýjun á liðinu hefur verið lítil undanfarin ár og þess vegna held ég að þetta hafi komið mörgum í opna skjöldu. Edda er auðvitað tákngervingur liðins, mikill leiðtogi og baráttujaxl sem gerir aðra leikmenn betri í kringum sig. Að mínu mati þá hefði ég undirbúið þessa breytingu fyrr,“ segir Þorlákur. Þjálfari Stjörnunnar telur að sæti í átta liða úrslitum væri góð niðurstaða.„Ég held að liðið komist í 8-liða úrslit en stoppi þar. Það yrði flottur árangur.“ Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur leik á Evrópumótinu í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar liðið mætir því norska í fyrsta leik riðlakeppninnar. „Mótið leggst vel í mig. Væntingar eru hóflegar og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þá gengur okkur best,“ segir Þorlákur Árnason. „Okkar möguleikar byggjast mikið á því hvernig fyrsti leikurinn gegn Norðmönnum fer. Ísland er með betri leikmenn en Noregur, það er alveg ljóst.“ Ísland er með Noregi, Hollandi og Þýskalandi í riðli en tvö efstu liðin fara örugg áfram.„Þá nægir okkur eitt stig gegn Hollendingum til að komast áfram. Þó það vanti einhverja leikmenn í þýska liðið og þær hafi leikmenn sem eru að koma eftir meiðsli þá held ég að við getum ekki gert ráð fyrir stigi eða stigum gegn þeim.“Baráttan okkar styrkleiki Þorlákur var beðinn um að meta styrkleika íslenska liðsins.„Styrkleiki liðsins er hryggur liðsins frá markmanni að fremsta manni. Við eigum frábæra markmenn og svo eru Sif [Atladóttir] og Katrín [Jónsdóttir] mjög gott miðvarðapar, Sara [Björk Gunnarsdóttir] og Margrét Lára [Viðarsdóttir] eru síðan einir af bestu leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar. Styrkur liðsins í gegnum tíðina hefur verið barátta, uppsett atriði og hraðar sóknir.“Stutt í endurnýjun„Sigurður Ragnar [Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] er búinn að þjálfa liðið lengi og er frekar íhaldssamur. Menn hafa gagnrýnt það svolítið að breytingar hafa verið litlar undanfarin ár en það hefur gengið vel og þjálfaranum því ekki fundist ástæða fyrir breytingar. Um leið og gengið versnar þá koma sérfræðingarnir fram með lausnir. Ég á ekki von á öðru en að Siggi sjái að það þurfi smá uppstokkun á liðinu eftir EM. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun fyrir Sigga að skilja Eddu [Garðarsdóttir] eftir heima. Endurnýjun á liðinu hefur verið lítil undanfarin ár og þess vegna held ég að þetta hafi komið mörgum í opna skjöldu. Edda er auðvitað tákngervingur liðins, mikill leiðtogi og baráttujaxl sem gerir aðra leikmenn betri í kringum sig. Að mínu mati þá hefði ég undirbúið þessa breytingu fyrr,“ segir Þorlákur. Þjálfari Stjörnunnar telur að sæti í átta liða úrslitum væri góð niðurstaða.„Ég held að liðið komist í 8-liða úrslit en stoppi þar. Það yrði flottur árangur.“
Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira