Innlent

Óvenju lítil umferð um helgina

Gissur Sigurðsson skrifar
Miklu minni umferð var um helgina en menn bjuggust við.
Miklu minni umferð var um helgina en menn bjuggust við.
Töluverð umferð var á vegum til höfuborgarsvæðisins í gær og fram á kvöld. Þrátt fyrir það er ekki vitað um nein slys eða óhöpp.

Það er samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi, að umferðin um helgina hafi verið mun minni en búist var við, og talsvert minni en sömu helgi í fyrra, og er það rakið til veðursins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tvo ökumenn úr umferð í gærkvöldi þar sem þeir voru undir áhrifum fíkniefna og lögreglan á Akureyri tók einn úr umferð fyrir sömu sakir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×