Fótbolti

Kaffið klárt hjá stelpunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jónsdóttir, Hólmfríður, Guðbjörg og Ólína með kaffið sitt.
Katrín Jónsdóttir, Hólmfríður, Guðbjörg og Ólína með kaffið sitt. Mynd/Twitter
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Svíþjóðar en liðið mætir Noregi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Kalmar á fimmtudag.

Stelpurnar brugðu sér í miðbæ Malmö í dag og fjárfestu í kaffi fyrir törnina sem framundan er. Nespresso-búðin varð fyrir valinu og er ekki annað að sjá en stelpurnar séu sáttar við dagsverkið.

Hólmfríður Magnúsdóttir birti meðfylgjandi mynd á Twitter-síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×