Vilja selja banka með 105 milljarða afslætti 2. mars 2013 10:00 Legið hefur fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna ætla sér ekki að eiga þá nýju til langs tíma. Líklegra er talið að Íslandsbanki verði seldur á undan enda hefur hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands, gert óformlegt tilboð í hann. fréttablaðið/vilhelm Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira