Innlent

Illugi fundaði með Skóla- og frístundaráði

Elimar Hauksson skrifar
Illugi var ánægður með fundinn og gafst fundarmönnum tækifæri á að koma ábendingum á framfæri til ráðherra.
Illugi var ánægður með fundinn og gafst fundarmönnum tækifæri á að koma ábendingum á framfæri til ráðherra. Mynd/Reykjavíkurborg
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur fundaði í gær með Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, meðal annars um niðurstöður nýrrar PISA-könnunar og læsi barna og ungmenna á báðum skólastigum.

Bæði Illugi og formaður skóla- og frístundaráðs, Oddný Sturludóttir, lýstu yfir ánægju sinni með fundinn og var samstaða meðal fundarmanna um að boða árlega til slíks fundar.

Oddný segir að þrátt fyrir neikvæða umræðu í kringum niðurstöður Pisa könnunarinnar þá sé ánægjulegt að líta til þess að niðurstöður um skólabrag sýna að líðan nemenda komi mjög vel út og segir það einsdæmi að ráðherra komi á fund í skólaráði og því sé um mikilvægt tækifæri að ræða.

„Það er of algengt að við festum okkur í ákveðnum hólfum. Þarna mættu saman sjö áheyrnarfulltrúar, meðal annars skólastjórar, leikskólastjórar og frístundastjórar. Þegar svona stór hópur mætir saman þá er til mikils að vinna,“ segir Oddný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×