Fótbolti

Tap í 100. landsleik Eddu | Ísland neðst í sínum riðli

Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði gegn Kína í dag, 1-0, á Algarve-mótinu. Liðið endar þar með í neðsta sæti síns riðils með núll stig og spilar um níunda sæti mótsins á miðvikudag.

Mark Kínverja kom tæpum hálftíma fyrir leikslok. Það kom upp úr hornspyrnu. Íslenska liðinu gekk ekkert að nýta sín færi í leiknum.

Edda Garðarsdóttir kom af bekknum í leiknum og lék þar með sinn 100. landsleik. Hún er aðeins önnur konan sem nær þeim áfanga en landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir hefur leikið 124 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×