Innlent

Ársfangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Stígur Helgason skrifar
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík
Dómsmál Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á miðvikudag 36 ára Pólverja í eins árs fangelsi fyrir að flytja til landsins tæpt kíló af amfetamíni í tveimur niðursuðudósum.

Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð 20. janúar síðastliðinn við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann hefur tvisvar sætt refsingu í Póllandi, árin 1994 og 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×