Voða lítið viðkvæm fyrir umtali Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2013 14:00 Áslaug Hulda með sonunum Baldri Hrafni og Bjarna Degi. Fréttablaðið/Valli Tveir forsetar eru búsettir í Garðabæ, annar á Bessastöðum, hinn í Arnarnesinu. Ég er í heimsókn hjá öðrum þeirra, Áslaugu Huldu Jónsdóttur forseta bæjarstjórnar þessa fjölmenna sveitarfélags. Arnarnesið fékk snemma á sig millahverfis-stimpil, því spyr ég hana strax hvort hún sé milli. Hún skellihlær. „Nei, fólk heldur það eflaust þegar það kemur hingað í sunnudagsbíltúrana. En ég er voða lítið viðkvæm fyrir umtali. Þetta hús var byggt sem einbýlishús en síðan skipt upp í tvær íbúðir og við keyptum aðra þeirra fokhelda 2004. Það var góður tími til að kaupa húsnæði, rétt fyrir bóluna miklu og kostaði þá minna en íbúð í fjölbýli í dag. Við tókum okkur tíma í að innrétta íbúðina, vorum hurðalaus í tvö ár og erum enn með rússnesku ljósin. Við viljum ekki kaupa hluti nema eiga fyrir þeim. Þá eru þeir miklu meira virði.“ Áslaug Hulda er glaðleg og það gustar af henni. Samt er ekkert stress í gangi. Synirnir tveir, Baldur Hrafn og Bjarni Dagur, sitja við eldhúsborðið að næra sig. Faðir þeirra, Sveinn Áki Sveinsson, er í vinnunni en Áslaug þarf að fara á bæjarstjórnarfund bráðum. Þá ætlar pabbinn að vera kominn heim. „Hann vinnur reglubundnari vinnu en ég sem er gott þar sem þetta bæjarstjórnarbrölt er allt fyrir eða eftir hefðbundinn vinnutíma. Það getur verið snúið þegar maður á börn. Kostar skipulag en það má heldur ekki gera hlutina flóknari en þeir eru,“ segir Áslaug Hulda hressilega um leið og við fáum okkur sæti í stofunni. Á milli okkar er lágt borð með glerplötu og undir glerplötunni eru ljósmyndabækur.Hef þurft að taka mína slagi Hún byrjaði ung í pólitík. Var komin á fullt í Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ sextán ára og tveimur árum síðar var hún beðin að taka 12. sæti á lista í bæjarstjórnarkosningum. Í kosningunum 1998 var hún í 5. sæti á listanum og aðeins munaði örfáum atkvæðum að hún færi inn sem aðalmaður, þá tuttugu og tveggja ára. Svo var hún kosningastjóri 2002 og 2006 og fór á listann 2010. Hún segir lífið vera sér gott. Það snúist um samspil margra þátta og hún hafi alltaf mikið að gera. En hefur hún þurft að berjast fyrir hlutunum, til dæmis embættinu sem hún er í? „Nei, ég get ekki beint sagt það. Fyrir mér var pólitík eðlilegt framhald af félagsstörfum. Ég hafði unnið í félagsmiðstöðinni í Garðabæ og stýrt vinnuskólanum á sumrin. Það hefur ekki verið offramboð á konum í pólitíkinni þannig að fyrir mig, með minn áhuga og reynslu, hefur þetta verið fremur greið leið. En auðvitað hef ég þurft að taka mína slagi í pólitíkinni. Það er eðlilegt. Ef maður hefur einhverjar skoðanir og ætlar koma hlutum í verk þá verður maður að geta tekið því að fólk sé manni ósammála.“ Hún segir lítið um bein átök að ræða eða heift í sveitarstjórninni. „Það hefur alltaf verið vel haldið utan um hlutina í Garðabæ. Þar vinnur líka gott fólk sem kann vel til verka. Þó ég væri búin að vera lengi á hliðarlínunni í pólitík var margt sem ég þurfti að læra. Nú er ég búin að vera þrjú ár í embætti og er enn að læra. Með því að kljást við hlutina lærir maður og gerir betur.“ Skólamálin eru eftirlæti Áslaugar Huldu enda er hún menntaður kennari og núna framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún var líka ráðgjafi menntamálaráðherra þegar Þorgerður Katrín gegndi því embætti. „Málefni ungs fólks hafa alltaf staðið næst mínu hjarta, ekki síst menntamálin, enda fer 70-80% af fjármunum sveitarfélaga í málaflokka sem tengjast börnum og ungmennum,“ segir hún. „Fyrir alla foreldra, og reyndar samfélagið allt, skiptir aðbúnaður barna miklu máli.“ Hún kveðst hafa unnið með sama fólki í mörg ár í sveitarstjórn og ber því vel söguna. „Auðvitað finn ég fyrir því að við konur erum í miklum minnihluta. Ég á vinkonur í pólitík og í stjórnunarstöðum og við þekkjum alveg tungutakið á fundum: „Jæja strákar, eru við þá ekki allir sammála?“ En þetta hefur ekki truflað mig. Mér þykir bara ofboðslega vænt um bæinn minn og það er meira þessvegna sem ég er í sveitarstjórnarstarfi en einhver rosalegur pólitískur áhugi. Það dvelur til dæmis ekki inni í mér þingmaður sem bíður eftir að brjótast út!“Gat ekkert í boltanum Áslaug Hulda flutti í Garðabæinn þegar hún var sex ára. „Pabbi og mamma byggðu hús hér í bænum og öll skólaganga mín var hér. Maðurinn minn er líka Garðbæingur. Við vorum saman í bekk í barnaskóla og eigum stóran og skemmtilegan vinahóp hér sem hefur mikil tengsl og nú eru börnin innan þessa vinahóps orðnir vinir. Þannig hefur allt verið mjög garðbæskt í mínu lífi. Þetta er líklega svolítið svipað því og að alast upp einhvernsstaðar úti á landi. Ræturnar verða svo sterkar.“ Þótt Áslaug Hulda hafi gert sig gildandi í æskulýðsstarfinu í Garðabæ kveðst hún lítið hafa tekið þátt í íþróttum með Stjörnunni. „Ég var aðeins í fótbolta til sextán ára aldurs en gat aldrei neitt. Var samt með og var fín upp á móralinn og stemninguna. Svo var erfitt að komast framhjá mér því ég er hvorki lítil né nett! Áki eiginmaður Áslaugar Huldu, starfar í markaðsdeild Íslandsbanka og er bassaleikari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Skyldi hún hafa verið grúpppía með sveitinni? „Þetta var nú eitt minnsta djammband sögunnar,“ segir hún hlæjandi. „Flestir strákanna voru með ung börn og stundum voru þeir að spila og við konurnar með börnin í sumarbústað rétt hjá. Það er ekki alveg popparaímyndin. Besta sagan um þá er þegar þeir voru einu sinni í pásu baksviðs að skiptast á fæðingarsögum því þrír úr hljómsveitinni áttu nýfædd börn. En auðvitað var þetta stundum mikið álag. Áki í fullri vinnu á daginn og þegar mest var spilaði hann kannski 15-25 gigg í einum mánuði. Það sér hver heilvita maður að það samrýmist illa fjölskyldulífi og einhverntíma þurfti maðurinn að sofa. Nú er sveitin hætt að túra sem betur fer og spilar bara einstaka sinnum. En Áki tekur stundum í bassann og strákarnir okkar plokka stundum með.“ Hvað um eigin áhugamál? „Við skreppum stundum á skíði hér innanlands á veturna og svo elska ég að veiða. Var að koma úr Húseyjarkvíslinni í Skagafirði. Ég veiði bara á flugu og sleppi yfirleitt laxinum til að leyfa honum að stækka og ná honum seinna. Strákunum finnst gaman að veiða bleikju og við förum oft að Þingvallavatni. Sá yngri, Baldur Hrafn, er náttúrubarn sem vill veiða á maðk og vera með rotara við höndina. Það er aðalsportið. Hann segir að ef maður veiði eitthvað eigi maður að drepa fiskinn og borða hann!“ Fjölskyldan ver talsverðum tíma í eldhúsinu að sögn húsfreyjunnar. „Við eldum rosa mikið og strákarnir eru orðnir matargúrúar sem best sést á því að fyrir afmælin þeirra nýlega voru gjafirnar ekki stóra málið heldur hvað við gætum eldað. Mér fannst það dálítið skemmtilegt. Við erum dugleg að leyfa þeim að malla eitthvað í pottunum og gera tilraunir. „Getum við sett smá chilli í þetta?“ hermir hún eftir þeim.Jafnrétti stóra málið Áslaug Hulda stofnaði, ásamt tveimur vinkonum, tengslahópinn Exedra. „Þetta var þegar ég var að vinna í ráðuneytinu og vinkona mín í Viðskiptaráðinu,“ rifjar hún upp. „Við veltum fyrir okkur af hverju væri ekki meira samtal milli stjórnvalda og viðskiptalífsins, hringdum í 130 konur og stofnuðum tengslahóp. Það fannst öllum góð hugmynd og þykir enn. Síðan er þessi hópur til, sex árum seinna, og hittist á sex vikna fresti.“ Hún er ekki í vafa um að gildi Exedra sé mikið. „Bæði hafa konur innan hópsins farið saman í viðskipti og svo eru haldnir fundir sem taka fyrir eitt málefni hverju sinni, gjaldeyrishöft, fátækt á Íslandi, hönnun, raforkuframleiðslu eða hvað sem er,“ lýsir hún. „Þetta styrkir okkur í umræðu um samfélagsmál almennt og er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt.“ Baldur Hrafn og Bjarni Dagur eru í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, sem kemur ekki á óvart þar sem mamma þeirra er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún segir mikið starf unnið þar. „Við erum með 430 starfsmenn og yfir 2000 börn í sautján skólum en yfirbyggingin er engin. Okkar stefna er að allt fjármagn fari á gólfið, þar sem börnin eru og erum hvorki með starfsmannastjóra né fjármálastjóra sem þýðir að álagið er auðvitað meira á þeim sem halda utan um starfið. Það er nýsköpunarstemning í Hjallastefnunni sem ég held að sé mjög mikilvæg. Hjallastefnan er menntafyrirtæki þar sem við vinnum með styrkleika barna og eflum félagsfærni þeirra. Hún er líka jafnréttis-og réttlætisfyrirtæki. Jafnréttið er eitthvað sem maður verður að vera með hugann við á hverjum einasta degi, frá því maður opnar augun, og auðvitað smitar það inn í mitt persónulega líf og inn í störf mín sem stjórnmálamanns. Breytingin byrjar hjá manni sjálfum - inni á heimilunum og þannig áfram. Þannig breytum við heiminum.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Tveir forsetar eru búsettir í Garðabæ, annar á Bessastöðum, hinn í Arnarnesinu. Ég er í heimsókn hjá öðrum þeirra, Áslaugu Huldu Jónsdóttur forseta bæjarstjórnar þessa fjölmenna sveitarfélags. Arnarnesið fékk snemma á sig millahverfis-stimpil, því spyr ég hana strax hvort hún sé milli. Hún skellihlær. „Nei, fólk heldur það eflaust þegar það kemur hingað í sunnudagsbíltúrana. En ég er voða lítið viðkvæm fyrir umtali. Þetta hús var byggt sem einbýlishús en síðan skipt upp í tvær íbúðir og við keyptum aðra þeirra fokhelda 2004. Það var góður tími til að kaupa húsnæði, rétt fyrir bóluna miklu og kostaði þá minna en íbúð í fjölbýli í dag. Við tókum okkur tíma í að innrétta íbúðina, vorum hurðalaus í tvö ár og erum enn með rússnesku ljósin. Við viljum ekki kaupa hluti nema eiga fyrir þeim. Þá eru þeir miklu meira virði.“ Áslaug Hulda er glaðleg og það gustar af henni. Samt er ekkert stress í gangi. Synirnir tveir, Baldur Hrafn og Bjarni Dagur, sitja við eldhúsborðið að næra sig. Faðir þeirra, Sveinn Áki Sveinsson, er í vinnunni en Áslaug þarf að fara á bæjarstjórnarfund bráðum. Þá ætlar pabbinn að vera kominn heim. „Hann vinnur reglubundnari vinnu en ég sem er gott þar sem þetta bæjarstjórnarbrölt er allt fyrir eða eftir hefðbundinn vinnutíma. Það getur verið snúið þegar maður á börn. Kostar skipulag en það má heldur ekki gera hlutina flóknari en þeir eru,“ segir Áslaug Hulda hressilega um leið og við fáum okkur sæti í stofunni. Á milli okkar er lágt borð með glerplötu og undir glerplötunni eru ljósmyndabækur.Hef þurft að taka mína slagi Hún byrjaði ung í pólitík. Var komin á fullt í Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ sextán ára og tveimur árum síðar var hún beðin að taka 12. sæti á lista í bæjarstjórnarkosningum. Í kosningunum 1998 var hún í 5. sæti á listanum og aðeins munaði örfáum atkvæðum að hún færi inn sem aðalmaður, þá tuttugu og tveggja ára. Svo var hún kosningastjóri 2002 og 2006 og fór á listann 2010. Hún segir lífið vera sér gott. Það snúist um samspil margra þátta og hún hafi alltaf mikið að gera. En hefur hún þurft að berjast fyrir hlutunum, til dæmis embættinu sem hún er í? „Nei, ég get ekki beint sagt það. Fyrir mér var pólitík eðlilegt framhald af félagsstörfum. Ég hafði unnið í félagsmiðstöðinni í Garðabæ og stýrt vinnuskólanum á sumrin. Það hefur ekki verið offramboð á konum í pólitíkinni þannig að fyrir mig, með minn áhuga og reynslu, hefur þetta verið fremur greið leið. En auðvitað hef ég þurft að taka mína slagi í pólitíkinni. Það er eðlilegt. Ef maður hefur einhverjar skoðanir og ætlar koma hlutum í verk þá verður maður að geta tekið því að fólk sé manni ósammála.“ Hún segir lítið um bein átök að ræða eða heift í sveitarstjórninni. „Það hefur alltaf verið vel haldið utan um hlutina í Garðabæ. Þar vinnur líka gott fólk sem kann vel til verka. Þó ég væri búin að vera lengi á hliðarlínunni í pólitík var margt sem ég þurfti að læra. Nú er ég búin að vera þrjú ár í embætti og er enn að læra. Með því að kljást við hlutina lærir maður og gerir betur.“ Skólamálin eru eftirlæti Áslaugar Huldu enda er hún menntaður kennari og núna framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún var líka ráðgjafi menntamálaráðherra þegar Þorgerður Katrín gegndi því embætti. „Málefni ungs fólks hafa alltaf staðið næst mínu hjarta, ekki síst menntamálin, enda fer 70-80% af fjármunum sveitarfélaga í málaflokka sem tengjast börnum og ungmennum,“ segir hún. „Fyrir alla foreldra, og reyndar samfélagið allt, skiptir aðbúnaður barna miklu máli.“ Hún kveðst hafa unnið með sama fólki í mörg ár í sveitarstjórn og ber því vel söguna. „Auðvitað finn ég fyrir því að við konur erum í miklum minnihluta. Ég á vinkonur í pólitík og í stjórnunarstöðum og við þekkjum alveg tungutakið á fundum: „Jæja strákar, eru við þá ekki allir sammála?“ En þetta hefur ekki truflað mig. Mér þykir bara ofboðslega vænt um bæinn minn og það er meira þessvegna sem ég er í sveitarstjórnarstarfi en einhver rosalegur pólitískur áhugi. Það dvelur til dæmis ekki inni í mér þingmaður sem bíður eftir að brjótast út!“Gat ekkert í boltanum Áslaug Hulda flutti í Garðabæinn þegar hún var sex ára. „Pabbi og mamma byggðu hús hér í bænum og öll skólaganga mín var hér. Maðurinn minn er líka Garðbæingur. Við vorum saman í bekk í barnaskóla og eigum stóran og skemmtilegan vinahóp hér sem hefur mikil tengsl og nú eru börnin innan þessa vinahóps orðnir vinir. Þannig hefur allt verið mjög garðbæskt í mínu lífi. Þetta er líklega svolítið svipað því og að alast upp einhvernsstaðar úti á landi. Ræturnar verða svo sterkar.“ Þótt Áslaug Hulda hafi gert sig gildandi í æskulýðsstarfinu í Garðabæ kveðst hún lítið hafa tekið þátt í íþróttum með Stjörnunni. „Ég var aðeins í fótbolta til sextán ára aldurs en gat aldrei neitt. Var samt með og var fín upp á móralinn og stemninguna. Svo var erfitt að komast framhjá mér því ég er hvorki lítil né nett! Áki eiginmaður Áslaugar Huldu, starfar í markaðsdeild Íslandsbanka og er bassaleikari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Skyldi hún hafa verið grúpppía með sveitinni? „Þetta var nú eitt minnsta djammband sögunnar,“ segir hún hlæjandi. „Flestir strákanna voru með ung börn og stundum voru þeir að spila og við konurnar með börnin í sumarbústað rétt hjá. Það er ekki alveg popparaímyndin. Besta sagan um þá er þegar þeir voru einu sinni í pásu baksviðs að skiptast á fæðingarsögum því þrír úr hljómsveitinni áttu nýfædd börn. En auðvitað var þetta stundum mikið álag. Áki í fullri vinnu á daginn og þegar mest var spilaði hann kannski 15-25 gigg í einum mánuði. Það sér hver heilvita maður að það samrýmist illa fjölskyldulífi og einhverntíma þurfti maðurinn að sofa. Nú er sveitin hætt að túra sem betur fer og spilar bara einstaka sinnum. En Áki tekur stundum í bassann og strákarnir okkar plokka stundum með.“ Hvað um eigin áhugamál? „Við skreppum stundum á skíði hér innanlands á veturna og svo elska ég að veiða. Var að koma úr Húseyjarkvíslinni í Skagafirði. Ég veiði bara á flugu og sleppi yfirleitt laxinum til að leyfa honum að stækka og ná honum seinna. Strákunum finnst gaman að veiða bleikju og við förum oft að Þingvallavatni. Sá yngri, Baldur Hrafn, er náttúrubarn sem vill veiða á maðk og vera með rotara við höndina. Það er aðalsportið. Hann segir að ef maður veiði eitthvað eigi maður að drepa fiskinn og borða hann!“ Fjölskyldan ver talsverðum tíma í eldhúsinu að sögn húsfreyjunnar. „Við eldum rosa mikið og strákarnir eru orðnir matargúrúar sem best sést á því að fyrir afmælin þeirra nýlega voru gjafirnar ekki stóra málið heldur hvað við gætum eldað. Mér fannst það dálítið skemmtilegt. Við erum dugleg að leyfa þeim að malla eitthvað í pottunum og gera tilraunir. „Getum við sett smá chilli í þetta?“ hermir hún eftir þeim.Jafnrétti stóra málið Áslaug Hulda stofnaði, ásamt tveimur vinkonum, tengslahópinn Exedra. „Þetta var þegar ég var að vinna í ráðuneytinu og vinkona mín í Viðskiptaráðinu,“ rifjar hún upp. „Við veltum fyrir okkur af hverju væri ekki meira samtal milli stjórnvalda og viðskiptalífsins, hringdum í 130 konur og stofnuðum tengslahóp. Það fannst öllum góð hugmynd og þykir enn. Síðan er þessi hópur til, sex árum seinna, og hittist á sex vikna fresti.“ Hún er ekki í vafa um að gildi Exedra sé mikið. „Bæði hafa konur innan hópsins farið saman í viðskipti og svo eru haldnir fundir sem taka fyrir eitt málefni hverju sinni, gjaldeyrishöft, fátækt á Íslandi, hönnun, raforkuframleiðslu eða hvað sem er,“ lýsir hún. „Þetta styrkir okkur í umræðu um samfélagsmál almennt og er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt.“ Baldur Hrafn og Bjarni Dagur eru í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, sem kemur ekki á óvart þar sem mamma þeirra er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún segir mikið starf unnið þar. „Við erum með 430 starfsmenn og yfir 2000 börn í sautján skólum en yfirbyggingin er engin. Okkar stefna er að allt fjármagn fari á gólfið, þar sem börnin eru og erum hvorki með starfsmannastjóra né fjármálastjóra sem þýðir að álagið er auðvitað meira á þeim sem halda utan um starfið. Það er nýsköpunarstemning í Hjallastefnunni sem ég held að sé mjög mikilvæg. Hjallastefnan er menntafyrirtæki þar sem við vinnum með styrkleika barna og eflum félagsfærni þeirra. Hún er líka jafnréttis-og réttlætisfyrirtæki. Jafnréttið er eitthvað sem maður verður að vera með hugann við á hverjum einasta degi, frá því maður opnar augun, og auðvitað smitar það inn í mitt persónulega líf og inn í störf mín sem stjórnmálamanns. Breytingin byrjar hjá manni sjálfum - inni á heimilunum og þannig áfram. Þannig breytum við heiminum.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira