Innlent

Mannvirki við Jökulsárlón

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikil aðsókn ferðamanna er við Jökulsárlón.
Mikil aðsókn ferðamanna er við Jökulsárlón. Fréttablaðið/Pjetur
Umhverfi Jökulsárlóns hefur nú fengið deiliskipulag eftir að Skipulagsstofnun afgreiddi tillögu bæjarstjórnar Hornafjarðar.

Að því er segir á vef sveitarfélagsins felst deiliskipulagið í afmörkun bílastæða, bílaumferðar og byggingarreita. Þá eru skilgreindar byggingarheimildir fyrir þjónustubyggingar sem nauðsynlegt verður talið að byggja.

Þá eru markaðar helstu gönguleiðir og útsýnisstaðir þar sem æskilegt og nauðsynlegt má telja að „gripið verði til markvissrar mannvirkjagerðar og yfirborðsfrágangs til að forða sliti og skemmdum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×