Björn Bergmann Sigurðarson átti fínan leik fyrir Wolves í dag er liðið vann góðan útisigur, 1-3, á Port Vale.
Björn skoraði annað mark Wolves í leiknum og lagði upp það þriðja. Björn byrjaði leikinn á bekknum en kom inn 25 mínútum fyrir leikslok.
Wolves er í öðru sæti deildarinnar.

