Hjörtur Júlíus Hjartarson og Guðmundur Benediktsson opinberuðu lista sína í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þættinum Boltanum á X-inu í dag. Hjörtur setti Jón Margeir Sverrisson í efsta sætið og Guðmundur var með Aron Pálmarsson í fyrsta sætinu á sínum lista.
Hjörtur og Guðmundur ræddu einnig um enska boltann og félagsskiptaglugga fótboltans sem opnaði í ársbyrjun en Guðmundur er á því að þetta hafi verið góð knattspyrnujól í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að hlusta á þáttinn með því að smella hér fyrir ofan.
Þeir félagar byrja að ræða kjörið á Íþróttamanni ársins eftir rúmar 26 mínútur í upptökunni hér fyrir ofan. "Það er gaman að kjósa," sagði Guðmundur en það er hægt að heyra hverja þeir settu í efstu sætin með því að hlusta.
Þeir Hjörtur og Guðmundur fara þar yfir kjörið frá ýmsum hliðum og ræða meðal annars gagnrýni manna á kjör Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.
Hjörtur og Gummi Ben opinberuðu sína topplista í Boltanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti

Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti




„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti