Lífið

Ákveðin stétt tekin fyrir

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hildur flaskaði á því að sækja um aðild að Rithöfundasambandinu.
Hildur flaskaði á því að sækja um aðild að Rithöfundasambandinu. Fréttablaðið/GVA
„Ég klikkaði á því að sækja um í Rithöfundasambandið þannig að ég gat ekki kosið um þetta,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur. Henni finnst nýju samningarnir milli rithöfunda og útgefenda ósanngjarnir.

„Ég fékk ekki mikið borgað fyrir hvert eintak af Slætti sem kom út árið 2011 og hefði fengið töluvert lægri upphæð ef þessir samningar hefðu verið í gildi þá. Það eru aðallega nýir höfundar sem eru frumútgefnir í kilju. Þeir fá fæstir ritlaun, þannig að höfundarlaunin þeirra eru einu tekjurnar sem þeir fá fyrir skrifin. Eldri höfundar eiga meiri möguleika á ritlaunum. Svo er kynjavinkill í þessu. Skvísubækur eru yfirleitt bara gefnar út í kilju þannig að segja má að verið sé að taka ákveðna stétt höfunda fyrir og lækka höfundarlaun þeirra.“

Hildur bendir á að þetta geti orðið afturhvarf til þess tíma þegar bókaútgáfa var mest í jólavertíðinni og dreifðist minna yfir árið. „Síðustu ár hafa verið fleiri frumútgáfur á vorin. Þessir samningar grafa undan þessari framför af því að höfundur sem getur valið um að gefa út kilju um vorið eða bók í harðspjaldi um jólin velur augljóslega síðari kostinn vegna þessara samninga.“ Hildur ætlar að drífa í að sækja um aðild að Rithöfundasambandinu svo hún geti kosið um næstu samninga eftir tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.