Fótbolti

PSG er að undirbúa heimsmetstilboð í Bale

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale á leiðinni til PSG?
Gareth Bale á leiðinni til PSG? Mynd / Getty Images

Knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain er að undirbúa risatilboð uppá 85 milljónir punda í Gareth Bale, stjörnuleikmann Tottenham Hotspurs.

Kapphlaup um leikmanninn virðist vera fara í gang milli PSG og Real Madrid.

Franska liðið hefur einnig sett stefnuna á að klófesta Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra Tottenham, yfir til liðsins.

Paris Saint-Germain hefur eytt yfir 200 milljónum punda í leikmannakaup frá árinu 2011 þegar fjárfestingarfélagið Qatar Sport keypti liðið. Konungsfjölskylda í Katar stendur á bakvið eigendur félagsins.

Gareth Bale gerði 26 mörk fyrir Tottenham á tímabilinu og sló gjörsamlega í gegn.

Hann er því heitasti bitinn á markaðnum í dag og vilja flest stórliðin ná í þennan frábæra miðjumann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×