Grænlendingar hunsa fund Norðurskautsráðs Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2013 18:52 Aleqa Hammond, forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira