Grænlendingar hunsa fund Norðurskautsráðs Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2013 18:52 Aleqa Hammond, forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira