Refurinn beit frá sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2013 07:00 Jóni Margeiri líður hvergi betur en á hjólinu, hvort sem það er á fleygiferð niður hlíðar Esjunnar eða á stökkpöllum í Öskjuhlíðinni. Fréttablaðið/Daníel Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira