Breski siglingakappinn Andrew Simpson lét lífið í gær við æfingar á San Francisco flóa í Kaliforníu.
Simpson var hluti af þrettán manna teymi á stóri seglskútu sem var að æfa sig Ameríkubikarinn. Skútunni hvolfdi klukkan 1:15 að staðartíma í gær og festist Simpson undir skútinn í tíu mínútur.
Björgunarmenn drógu Bretann 36 ára um borð í bát sinn. Tilraunir til endurlífgunar stóðu yfir í um tuttugu mínútur áður en Simpson var úrskurðaður látinn.
Simpson vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking ásamt liði sínu Artamis í stjörnuflokknum og fékk silfur á heimavelli í London síðastliðið sumar.
„Allt liðið hefur orðið fyrir miklu áfalli. Hugur okkar og samúð er hjá eiginkonu Andrew og fjölskyldu hans,“ segir Paul Cayard framkvæmdastjóri Artamis liðsins og reyndur siglingakappi.
Einn áhafnarmeðlimur slasaðist en ástand hans er ekki talið alvarlegt. Aðrir sluppu með skrekkinn. Ekki liggur enn fyrir hvers vegna skútunni hvolfdi.
Gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum lést úti á sjó
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




