Fótbolti

Kolbeinn afgreiddi Feyenoord

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar öðru marka sinna í dag.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar öðru marka sinna í dag. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Ajax í 2-1 sigri á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Amsterdam ArenA í dag en þetta voru fyrstu deildarmörk kappans á tímabilinu. 52.581 sáu Íslendinginn tryggja hollensku meisturunum þrjú stig.

Kolbeinn skoraði í hollensku Meistarakeppninni á dögunum en náði ekki að skora í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Hann bætti úr því með því að setja tvö mörk í gær.

Feyenoord komst í 1-0 með marki Graziano Pellè strax á 6. mínútu leiksins en Kolbeinn jafnaði úr vítaspyrnu á 31. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið á 37. mínútu með glæsilegum skalla í slána og inn eftir sendingu frá Ruben Ligeon.

Kolbeinn spilaði allar 90 mínúturnar en hann var í þriggja manna framlínu með Spánverjanum Bojan Krkíc og Dananum Viktor Fischer.

Ajax hefur unnið 2 af 3 fyrstu leikjum tímabilsins en bæði PSV og Zwolle eru með fullt hús og Heerenveen getur unnið sinn þriðja leik í röð seinna í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×