Kræklingaleyfið ekki enn komið eftir 5 ára ströggl Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 19:36 Fimm árum eftir að formaður Skelræktar, bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, sótti fyrst um leyfi til kræklingaræktar er hann ekki enn kominn með leyfi. Hann segir ekki standandi í því fyrir einyrkja að reyna að komast í gegnum eftirlits- og leyfisveitingakerfið. Það er reyndar liðið heilt ár frá því bóndinn á Gróustöðum, Bergsveinn Reynisson, vakti athygli á því sem formaður hagsmunasamtaka kræklingaræktenda hversu flókið og dýrt það væri að afla tilskilinna leyfa. Fréttir af þessum flækjum í fyrra kölluðu á umræðu á Alþingi. En hefur ástandið þá ekkert skánað síðan þá? „Nei, það hefur ekkert skánað. Það er svona heldur að, sérstaklega Umhverfisstofnun, sé að herða á okkur tökin heldur en hitt," segir Bergsveinn. Hann segist fyrst hafa sótt um til Fiskistofu fyrir fimm árum en umsóknin strandað á því að hann lagði ekki fram endurskoðaða rekstraráætlun til þriggja ára heldur bara viðskiptaáætlun. Þegar hann sótti næst um voru komin ný lög og málið í höndum Matvælastofnunar. Hann segist þó hafa góða reynslu af starfsmönnum hennar. „Þeir hafa allir verið af vilja gerðir til þess að vinna með okkur og nennt að setja sig inn í málin." Þar séu menn bara að drukkna í verkefnum vegna mannfæðar, þeir þurfi í einu og hálfu starfi að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum, ekki bara í skelrækt heldur einnig heilnæmisúttektum á svæðum fyrir ígulkerjaveiðar, sæbjúgu, beitukóng og margt fleira. Þetta sem menn héldu að væri einfalt mál, bara leggja kaðla í sjó og bíða eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi, það er flóknara en svo. „Það er ekkert hægt að standa í þessu," segir Bergsveinn og segist í síðasta tölvupósti til Matvælastofnunar hafa sagt að það væri fínt að fá leyfið núna, eftir fimm ár, áður en hann gæfist endanlega upp. Það gildi þó annað um stærri fyrirtæki. Þar væri þetta kannski lítið mál. En fyrir einyrkjana, litlu karlana, væri ekki hægt að standa í þessu ströggli. Formaður Samtaka atvinnulífsins sagði í fyrra að ný lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Fimm árum eftir að formaður Skelræktar, bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, sótti fyrst um leyfi til kræklingaræktar er hann ekki enn kominn með leyfi. Hann segir ekki standandi í því fyrir einyrkja að reyna að komast í gegnum eftirlits- og leyfisveitingakerfið. Það er reyndar liðið heilt ár frá því bóndinn á Gróustöðum, Bergsveinn Reynisson, vakti athygli á því sem formaður hagsmunasamtaka kræklingaræktenda hversu flókið og dýrt það væri að afla tilskilinna leyfa. Fréttir af þessum flækjum í fyrra kölluðu á umræðu á Alþingi. En hefur ástandið þá ekkert skánað síðan þá? „Nei, það hefur ekkert skánað. Það er svona heldur að, sérstaklega Umhverfisstofnun, sé að herða á okkur tökin heldur en hitt," segir Bergsveinn. Hann segist fyrst hafa sótt um til Fiskistofu fyrir fimm árum en umsóknin strandað á því að hann lagði ekki fram endurskoðaða rekstraráætlun til þriggja ára heldur bara viðskiptaáætlun. Þegar hann sótti næst um voru komin ný lög og málið í höndum Matvælastofnunar. Hann segist þó hafa góða reynslu af starfsmönnum hennar. „Þeir hafa allir verið af vilja gerðir til þess að vinna með okkur og nennt að setja sig inn í málin." Þar séu menn bara að drukkna í verkefnum vegna mannfæðar, þeir þurfi í einu og hálfu starfi að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum, ekki bara í skelrækt heldur einnig heilnæmisúttektum á svæðum fyrir ígulkerjaveiðar, sæbjúgu, beitukóng og margt fleira. Þetta sem menn héldu að væri einfalt mál, bara leggja kaðla í sjó og bíða eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi, það er flóknara en svo. „Það er ekkert hægt að standa í þessu," segir Bergsveinn og segist í síðasta tölvupósti til Matvælastofnunar hafa sagt að það væri fínt að fá leyfið núna, eftir fimm ár, áður en hann gæfist endanlega upp. Það gildi þó annað um stærri fyrirtæki. Þar væri þetta kannski lítið mál. En fyrir einyrkjana, litlu karlana, væri ekki hægt að standa í þessu ströggli. Formaður Samtaka atvinnulífsins sagði í fyrra að ný lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira