Innlent

Flugeldasala hefst í dag

Boði Logason skrifar
Hressir björgunarsveitarmenn með tertur í fanginu. Þó ekki rjómatertur.
Hressir björgunarsveitarmenn með tertur í fanginu. Þó ekki rjómatertur. mynd/vilhelm
Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag en þá verða flestir af sölustöðum opnaðir. Flugeldamarkaðir björgunarsveita um land allt eru 110 talsins, þar af 33 á höfuðborgarsvæðinu.

Sölustaðir verða flestir opnir til klukkan 22:00 alla daga til áramóta. Í ár, sem og fyrri ár, leggur Slysavarnafélagið Landsbjörg mikla áherslu á forvarnir tengdar flugeldum.

Hluti af átakinu í ár er Öryggisakademían, nýtt efni sem unnið er í samvinnu við Sjóvá, og ætlað er að höfða til allra aldurshópa.

Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna og stendur undir stórum hluta af rekstrarkostnaði þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×