Vilja fresta þingi í haust vegna fjárlagagerðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2013 18:31 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra óskuðu eftir því á fundi með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna að þingi yrði frestað í haust um þrjár vikur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur að ekki takist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð. Fjárlagagat vegna aðgerða á sumarþingi nálgast 20 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu í síðustu viku með Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Þór Ólafssyni. Tilgangur fundarins var, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, að óska eftir því að þingsetningu í haust yrði frestað þar sem ekki tækist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð, en fyrsta þingmálið sem lagt er fram við upphaf þings að hausti er fjárlagafrumvarpið.Leggja áherslu á samstöðu um breytingarnar Skýringarnar sem gefnar voru á fundinum var sú að fjárlögin yrðu ekki tilbúin í byrjun september. Samhliða gerð fjárlaga þarf að leggja fram í fyrsta sinn frumvarp um tekjuöflun, þ.e bandorminn svokallaða, en hingað til hefur fjármálaráðherra verið heimilt að leggja það fram síðar. Á fundinum í síðustu viku var rætt um að fresta einnig framlagningu þessa frumvarps. Breyta þarf þingskaparlögum ef þetta á að ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leggja formenn stjórnarflokkanna ríka áherslu á að samstaða skapist um þetta á Alþingi. Samkvæmt þingskaparlögum er samkomudagur þingsins annar þriðjudagur í september, sem er 10. september næstkomandi. Á fundinum munu ráðherrarnir tveir hafa farið fram á að þinginu yrði frestað til 1. október. Ráðherrarnir funduðu með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna öðru sinni í dag vegna málsins. Þessum fundi lauk skömmu fyrir kl. fimm í dag. Ráðherrarnir gáfu ekki færi á viðtali nú síðdegis vegna anna, en þeir voru báðir fastir á fundum. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að engin niðurstaða hefði fengist. Áfram yrði fundað um málið. Auka útgjöld ríkisins og draga úr tekjum þess Ríkisstjórnin hefur strax á fyrstu vikum sínum kynnt mál sem annars vegar auka útgjöld ríkisins og hins vegar draga úr tekjum þess. Sum þessara mála hafa þegar raungerst í formi lagafrumvarpa. Hér má nefna minni tekjur af veiðigjöldum, en frumvörp þess efnis liggja fyrir þinginu. Þá má nefna frumvarp um afnám hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu úr 7 prósentum í 14 prósent. Þá eru uppi áform um lækkun tryggingargjalds á fyrirtæki, þótt prósentan hafi ekki verið kynnt opinberlega. Ríkissjóður verður jafnframt fyrir tekjumissi þegar ákvæði um tímabundinn auðlegðarskatt rennur út. Í lögunum um hann var sólarlagsákvæði en fyrrverandi ríkisstjórn hafði uppi áform um framlengingu þess. Ekki stendur til að endurnýja það. Þannig falla lögin sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót. Ljóst er að ef markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum á að halda þarf að skera niður á móti þessum tekjumissi ef ekki koma til örvandi aðgerðir sem auka tekjur ríkissjóðs, en formenn stjórnarflokkanna hafa lagt ríka áherslu á að senda jákvæð skilaboð út í atvinnulífið. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra óskuðu eftir því á fundi með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna að þingi yrði frestað í haust um þrjár vikur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur að ekki takist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð. Fjárlagagat vegna aðgerða á sumarþingi nálgast 20 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu í síðustu viku með Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Þór Ólafssyni. Tilgangur fundarins var, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, að óska eftir því að þingsetningu í haust yrði frestað þar sem ekki tækist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð, en fyrsta þingmálið sem lagt er fram við upphaf þings að hausti er fjárlagafrumvarpið.Leggja áherslu á samstöðu um breytingarnar Skýringarnar sem gefnar voru á fundinum var sú að fjárlögin yrðu ekki tilbúin í byrjun september. Samhliða gerð fjárlaga þarf að leggja fram í fyrsta sinn frumvarp um tekjuöflun, þ.e bandorminn svokallaða, en hingað til hefur fjármálaráðherra verið heimilt að leggja það fram síðar. Á fundinum í síðustu viku var rætt um að fresta einnig framlagningu þessa frumvarps. Breyta þarf þingskaparlögum ef þetta á að ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leggja formenn stjórnarflokkanna ríka áherslu á að samstaða skapist um þetta á Alþingi. Samkvæmt þingskaparlögum er samkomudagur þingsins annar þriðjudagur í september, sem er 10. september næstkomandi. Á fundinum munu ráðherrarnir tveir hafa farið fram á að þinginu yrði frestað til 1. október. Ráðherrarnir funduðu með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna öðru sinni í dag vegna málsins. Þessum fundi lauk skömmu fyrir kl. fimm í dag. Ráðherrarnir gáfu ekki færi á viðtali nú síðdegis vegna anna, en þeir voru báðir fastir á fundum. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að engin niðurstaða hefði fengist. Áfram yrði fundað um málið. Auka útgjöld ríkisins og draga úr tekjum þess Ríkisstjórnin hefur strax á fyrstu vikum sínum kynnt mál sem annars vegar auka útgjöld ríkisins og hins vegar draga úr tekjum þess. Sum þessara mála hafa þegar raungerst í formi lagafrumvarpa. Hér má nefna minni tekjur af veiðigjöldum, en frumvörp þess efnis liggja fyrir þinginu. Þá má nefna frumvarp um afnám hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu úr 7 prósentum í 14 prósent. Þá eru uppi áform um lækkun tryggingargjalds á fyrirtæki, þótt prósentan hafi ekki verið kynnt opinberlega. Ríkissjóður verður jafnframt fyrir tekjumissi þegar ákvæði um tímabundinn auðlegðarskatt rennur út. Í lögunum um hann var sólarlagsákvæði en fyrrverandi ríkisstjórn hafði uppi áform um framlengingu þess. Ekki stendur til að endurnýja það. Þannig falla lögin sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót. Ljóst er að ef markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum á að halda þarf að skera niður á móti þessum tekjumissi ef ekki koma til örvandi aðgerðir sem auka tekjur ríkissjóðs, en formenn stjórnarflokkanna hafa lagt ríka áherslu á að senda jákvæð skilaboð út í atvinnulífið.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira