Halda meirihlutanum í gíslingu með málþófi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. júlí 2013 22:24 Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, á Alþingi. Önnur umræða um frumvarp ríkistjórnarinnar um veiðigjöld hefur staðið í allan dag á Alþingi. Þingmenn stjórnaranstöðunnar ætla sér að halda uppi málþófi þangað til forsetinn kemur til landsins. Heitar umræður hófust á Alþingi klukkan þrjú í dag og standa enn. Hátt í 35 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem fólk skorar á Alþingi að samþykkja ekki lög um lækkun veiðigjalda. Verði þau samþykkt er forseti Íslands hvattur til að synja þeim til staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata las upp ljóð í ræðu sinni í kvöld. Þar skoraði hún á forsetann að gefa upp hvenær hann kæmi til landsins. „Ég vil ekki taka áhættuna á að það verði handhafar forsetavalds sem staðfesta veiðigjaldslögin,“ sagði hún meðal annars í ræðunni, en Píratar boðuðu málþóf til að tryggja að lögin verði ekki samþykkt af handhöfum forsetavalds á meðan hann er erlendis. Smári McCarthy, Pírati, segir á facebook-síðu sinni í kvöld að markmiðið væri ekki að tefja störf þingsins út í hið óendanlega heldur eingöngu til að gefa forseta landsins tíma til að komast heim til Íslands til að sinna skyldu sinni. Smári segir jafnframt að það virðist aldrei þessu vant vera leyndarmál í þágu þjóðaröryggis hvenær forsetinn kemur heim. Því gæti málþófið staðið yfir frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkrar vikur, það fari allt eftir því hvar hann sé. Samkvæmt heimildum sem voru að berast fréttasofu Vísis rétt í þessu er forsetinn kominn til landsins. Hvort málþófið haldi áfram gat Birgitta ekki tjáð sig um. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp ríkistjórnarinnar um veiðigjöld hefur staðið í allan dag á Alþingi. Þingmenn stjórnaranstöðunnar ætla sér að halda uppi málþófi þangað til forsetinn kemur til landsins. Heitar umræður hófust á Alþingi klukkan þrjú í dag og standa enn. Hátt í 35 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem fólk skorar á Alþingi að samþykkja ekki lög um lækkun veiðigjalda. Verði þau samþykkt er forseti Íslands hvattur til að synja þeim til staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata las upp ljóð í ræðu sinni í kvöld. Þar skoraði hún á forsetann að gefa upp hvenær hann kæmi til landsins. „Ég vil ekki taka áhættuna á að það verði handhafar forsetavalds sem staðfesta veiðigjaldslögin,“ sagði hún meðal annars í ræðunni, en Píratar boðuðu málþóf til að tryggja að lögin verði ekki samþykkt af handhöfum forsetavalds á meðan hann er erlendis. Smári McCarthy, Pírati, segir á facebook-síðu sinni í kvöld að markmiðið væri ekki að tefja störf þingsins út í hið óendanlega heldur eingöngu til að gefa forseta landsins tíma til að komast heim til Íslands til að sinna skyldu sinni. Smári segir jafnframt að það virðist aldrei þessu vant vera leyndarmál í þágu þjóðaröryggis hvenær forsetinn kemur heim. Því gæti málþófið staðið yfir frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkrar vikur, það fari allt eftir því hvar hann sé. Samkvæmt heimildum sem voru að berast fréttasofu Vísis rétt í þessu er forsetinn kominn til landsins. Hvort málþófið haldi áfram gat Birgitta ekki tjáð sig um.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira