Innlent

Ætti ekki að setja þjóðfélagið á hliðina

Þorsteinn Víglundsson
 „Við teljum kröfugerð Starfsgreinasambandsins ekki grundvöll fyrir viðræður. Launaþróun hér á landi þarf að vera til samræmis við launaþróun í nágrannalöndunum. Þar er verið að semja um hálfs til tveggja prósenta launahækkanir á ári,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri Samtaka atvinnulífsins.

Starfsgreinasambandið lagði fram kröfugerð fyrir sextán af aðildarfélögum sínum í gær. Þess er krafist að lægstu mánaðarlaun hækki um 20 þúsund krónur á samningstímanum. Þá vill SGS að launatöflur verði endurskoðaðar og að bætt verði við nýju tíu ára starfsaldursþrepi.





Björn Snæbjrönsson
„Við teljum kröfurnar ekki óraunhæfar. Þær eiga ekki að setja efnahagslífið á hliðina,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins.

Hann segir að ríkisvaldið hafi ekki enn komið með sitt innlegg í samningsgerðina og menn séu orðnir langþreyttir á biðinni. SGS leggur áherslu á að stjórnvöld hækki persónuafslátt.

Þorsteinn segir að ef farið yrði að kröfugerð SGS hefði það 12 til 14 prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir atvinnurekendur. „Það myndi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×