Frost og snjór í kortunum á Laugardalsvelli Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 16:34 Jóhann vallarstjóri segir KSÍ fylgjast vel með veðurspánni og muni bregðast við bæði snjó og frosti. „Það spáir 18 m/s vindi á sunnudaginn, menn tala um að 13 m/s sé í lagi fyrir dúkinn þannig að við verðum bara að meta aðstæður eftir því hvernig rætist úr spánni á degi hverjum fram að leik,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Töluverðar áhyggjur hafa verið uppi vegna ástands Laugardalsvallarins fyrir landsleik Íslands og Króata sem fram fer eftir 10 daga þann 15. nóvember. KSÍ mun bregðast við misjöfnu veðri með stórum dúk sem breiddur verður yfir völlinn. Í veðurspá Veðurstofunnar spáir frosti bæði föstudag og laugardag og í langtímaspá NRK spáir bæði frosti og snjókomu í næstu viku. Fjórir menn frá Bretlandi koma á fimmtudag til að setja upp dúkinn. „Við munum funda á fimmtudagskvöld og svo með Veðurstofunni á föstudagsmorgun til að skipuleggja hvernig er best að hafa þetta,“ segir Jóhann vallarstjóri. Jóhann segir auðvitað erfitt að treysta á veðurspár svona langt fram í tímann, þeir muni fylgjast með og bregðast við eins og þurfa þykir. Hann segir að dúkurinn verði settur upp, en ef vindurinn verði svo hraður að dúkurinn þoli það ekki verði hann látinn falla á grasið þannig að dælingu heita loftsins undir dúkinn verði hætt, en þá muni dúkurinn samt sem áður verja grasið gagnvart frosti. „Það er langur tími veðurspárlega séð fram að leik og miklar breytingar í veðrinu í kortunum, við metum bara aðstæður hverju sinni,“ segir Jóhann. Jóhann segir lykilatriði að koma dúknum á völlinn áður en fer að snjóa, þar sem erfitt sé að þurfa að fjarlægja snjóinn af vellinum, betra sé ef hann fái að lenda á dúknum, sem þó ráði ekki við mjög mikinn snjó. Þeir munu slá grasið og mála völlinn á morgun fyrir leikinn. „Aðalmálið er að jörðin verði frostlaus. Í dag hefur til að mynda verið um 7-8 stiga hiti en samt er jörðin frosin. Ef við hefðum ætlað að vinna í vellinum í dag hefði það þurft að bíða þar til síðdegis vegna frostsins,“ segir Jóhann. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það spáir 18 m/s vindi á sunnudaginn, menn tala um að 13 m/s sé í lagi fyrir dúkinn þannig að við verðum bara að meta aðstæður eftir því hvernig rætist úr spánni á degi hverjum fram að leik,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Töluverðar áhyggjur hafa verið uppi vegna ástands Laugardalsvallarins fyrir landsleik Íslands og Króata sem fram fer eftir 10 daga þann 15. nóvember. KSÍ mun bregðast við misjöfnu veðri með stórum dúk sem breiddur verður yfir völlinn. Í veðurspá Veðurstofunnar spáir frosti bæði föstudag og laugardag og í langtímaspá NRK spáir bæði frosti og snjókomu í næstu viku. Fjórir menn frá Bretlandi koma á fimmtudag til að setja upp dúkinn. „Við munum funda á fimmtudagskvöld og svo með Veðurstofunni á föstudagsmorgun til að skipuleggja hvernig er best að hafa þetta,“ segir Jóhann vallarstjóri. Jóhann segir auðvitað erfitt að treysta á veðurspár svona langt fram í tímann, þeir muni fylgjast með og bregðast við eins og þurfa þykir. Hann segir að dúkurinn verði settur upp, en ef vindurinn verði svo hraður að dúkurinn þoli það ekki verði hann látinn falla á grasið þannig að dælingu heita loftsins undir dúkinn verði hætt, en þá muni dúkurinn samt sem áður verja grasið gagnvart frosti. „Það er langur tími veðurspárlega séð fram að leik og miklar breytingar í veðrinu í kortunum, við metum bara aðstæður hverju sinni,“ segir Jóhann. Jóhann segir lykilatriði að koma dúknum á völlinn áður en fer að snjóa, þar sem erfitt sé að þurfa að fjarlægja snjóinn af vellinum, betra sé ef hann fái að lenda á dúknum, sem þó ráði ekki við mjög mikinn snjó. Þeir munu slá grasið og mála völlinn á morgun fyrir leikinn. „Aðalmálið er að jörðin verði frostlaus. Í dag hefur til að mynda verið um 7-8 stiga hiti en samt er jörðin frosin. Ef við hefðum ætlað að vinna í vellinum í dag hefði það þurft að bíða þar til síðdegis vegna frostsins,“ segir Jóhann.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira