Leikstjórnandinn Tim Tebow spilaði nánast ekkert í fyrra og er án félags í dag. Hann er engu að síður áhrifamesti íþróttamaður heims samkvæmt könnun Forbes.
Tebow fékk 29 prósent atkvæða í könnuninni en sundkappinn Michael Phelps varð í öðru sæti með 25 prósent atkvæða.
Spretthlauparinn Usain Bolt kom þar á eftir með 23 prósent og hafnaboltakappinn Derek Jeter þar rétt á eftir með 22 prósent atkvæða. Peyton Manning varð í fimmta sæti.
Enginn knattspyrnumaður kemst á listann en Bandaríkjamenn sáu aðallega um að greiða atkvæði í könnuninni.
Tebow áhrifamesti íþróttamaðurinn

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



