Innlent

Besti árangur nemenda í samræmdum prófum frá upphafi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í fyrsta skipti var meðaltalsárangur í þessum bæjarfélögum við landsmeðaltal í stærðfræði og ensku.
Í fyrsta skipti var meðaltalsárangur í þessum bæjarfélögum við landsmeðaltal í stærðfræði og ensku.
Nemendur í 10. bekk í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði hafa aldrei náð eins góðum árangri á samræmdum prófum eins og eftir prófin sem voru lögð fyrir nú í haust.

Meðaltalsárangur nemenda í þessum bæjarfélögum er nú við landsmeðaltal í stærðfræði og ensku í fyrsta skipti frá upphafi samræmdra prófa.

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir kennara vera að skila afburða vinnu.
„Skólasamfélagið hefur sett sér það markmið að nemendur okkar útskrifist úr grunnskóla með góða grunnfærni sem gefi þeim tækifæri til afla sér góðrar framhaldsmenntunar. Það markmið er nú að nást,“ segir Gylfi J. Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar.

Hann segir að margir samverkandi þættir skýri góðan árangur. Kennarar skili greinilega afburða vinnu, gott samstarf sé við foreldra og góður stuðningur sé frá sérfræðiþjónustu skóla.

Einnig hefur samstarf skólanna aldrei verið meiri en nú enda skipti skýr og samræmd aðferðafræði og stefnumótiun miklu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×