Innlent

Þrír myrtir með hnífi í rútu í Noregi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn sætir nú geðrannsókn.
Árásarmaðurinn sætir nú geðrannsókn.
Þrír eru látnir í Noregi eftir að maður vopnaður hnífi réðst um borð í rútubifreið og reyndi að ræna henni.

Harmleikurinn átti sér stað við Sognsfjörð í Vestur-Noregi. Lögreglan í Noregi hefur yfirbugað manninn sem er um fimmtugt og af erlendu bergi brotinn.

Fyrst var talið að um umferðarslys hafi verið að ræða og slökkviliðsmenn sem komu fyrstir á vettvang yfirbuguðu manninn. Árásarmaðurinn er talinn hafa orðið fyrir áverkum og sætir nú geðrannsókn.

Lögreglan verst allra frekari frétta og mun vera að reyna að ná sambandi við aðstandendur þeirra látnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×