Fjórir eru látnir í miklum óeirðum í höfuðborg Bangladesh.
Í gær mátti heyra skothríð og sprengingar á götum úti en Islamskir mótmælendur krefjast þess að lög sem hafa verið sett gegn guðlasti verði felld úr gildi. Þúsundir meðlima samtakanna Hefazat-e-Islam stöðvuðu alla umferð til höfuðborgarinnar, til að undirstrika kröfur sínar, sem eru margvíslegar. Átök brutust út þegar Hefazat-menn reyndu að brjóta niður herkví lögreglunnar.
Lögum um guðlast mótmælt
Jakob Bjarnar skrifar
