Innlent

Skemmtiferðaskipin koma

Fram er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár.
Fram er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár.

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er lagt af stað áleiðis til Íslands og mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn á hádegi á föstudag.

Skipið heldur svo frá Reykjavík eftir sex klukkustunda viðdvöl og mun koma við í fleiri höfnum. Þetta er norska skemmtiferðaskipið Fram, sem er í hópi minnstu skipanna, sem eru væntanleg til Reykjavíkur í sumar, eða 11,600 brúttótonn. Til samanburðar er stærsta skipið  137 þúsund brúttótonn, eða meira en tífalt stærra. Það heitir Adventure of the Seas, og verða um 4,300 manns um borð, þar af 3,100 farþegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×