Innlent

Ráðist á pilt í Kópavogi

Árásarmennirnir voru þrír og rændu af drengnum farsíma og peningum.
Árásarmennirnir voru þrír og rændu af drengnum farsíma og peningum.

Ráðist var á unglingspilt um hábjartan dag, þegar hann fór um undirgöng í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í gærdag.

Árásarmennirnir voru þrír og rændu af honum farsíma og peningum. Af skeyti frá lögreglu má helst ráða að þeir hafi komist undan, þar sem málið er sagt í rannsókn. Ekki kemur fram hvort pilturinn, sem er nýlega orðinn 16 ára, hafi meiðst í átökum við ræningjana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×