Innlent

Hátt í tuttugu lögregluþjónar fylgjast með Króötunum

VG skrifar
Króatarnir skrá sig inn.
Króatarnir skrá sig inn. Mynd /Vilhelm

Hátt í tuttugu lögreglumenn fylgdust með 30 manna hópi Króata þegar þeir skráðu sig til flugs með WOW air en ríkislögreglustjóri leigði heila farþegaþotu undir hópinn eftir honum var vísað úr landi.

Flogið verður með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu. Þeir fá síðan farareyri til að koma sér til síns heima þaðan

Fólkið mætti á Keflavíkurflugvöll upp úr klukkan tíu í morgun með rútu. Hópurinn hófst því næst handa við að skrá sig í flugið og mátti sjá átján lögregluþjóna gæta þeirra á meðan. Svæðið var ekki sérstaklega afmarkað eða lokað á meðan.

Króatísk fjölskylda fyrir utan flugstöðina.Mynd/Vilhelm

Hópurinn hafði sótt um hæli hér á landi en verið hafnað. Í kjölfarið var ákveðið að leigja farþegaþotu undir hópinn en bara leiga á flugvélinni kostar um átta milljónir króna. Með í för verða læknir, sálfræðingur, túlkur, fulltrúi Mannréttindaskrifstofu Íslands auk starfsmanna lögreglu.

Vísir greindi frá því fyrir helgi að innanríkisráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri ódýrara að leigja þotu undir hópinn en að senda þau með hefðbundnu farþegaflugi heim, enda afar fjölmennur hópur frá sama svæði í Króatíu. Það er ríkislögreglustjóri sem sér um brottflutninginn.

Búist er að við að fólkið verði farið í loftið um hádegisbilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×