Innlent

Margt í tillögunum unnið í tíð síðustu ríkisstjórnar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist kannast við margt úr tillögum Hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar úr eldri skýrslum og greiningum frá liðnum misserum.

„Ég kannast við ýmislegt þarna úr skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey sem var unnin í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem við höfum sett í vinnuferli með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum allra stjórnmálaflokka,“ segir hann.

Bendir hann á að margt megi því nýta úr tillögunum og horfa til framfara en annað þarfnist frekari skýringa.

„Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru félagslegar áherslur, sem mér hugnast ekki af öllu leyti. Það eru þarna settar fram hugmyndir um styttingu þess tíma sem fólk getur notið atvinnuleysisbóta, það er talað um að slá af hugmyndir um lengingu fæðingarorlofs, það eru frekari breytingar á fyrirkomulagi vinnumarkaðsmála sem eru þarna settar fram án þess að farið hefur farið fram samráð við verkalýðshreyfinguna,“ segir hann.

Þá finnist honum lágt ris yfir því að velmegandi þjóð eins og Íslendingar geti ekki staðið myndulega að þróunaraðstoð, en í tillögum hópsins er lagt til að nýleg hækkun til þróunaraðstoðar verði dregin til baka.


Tengdar fréttir

Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins

Stytta framhaldsskólanna, sameina yfirstjórnir Sinfó, Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins og óperunnar. Draga til baka hækkun til þróunarmála, sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og endurskoða starfsemi Ríkisútvarpsins.

Vilja spara í utanríkisþjónustunni

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að spara eigi í utanríkisþjónustunni, til dæmis með því að fækka sendiskrifstofum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×