Innlent

Vilja spara í utanríkisþjónustunni

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að spara eigi í utanríkisþjónustunni, til dæmis með því að fækka sendiskrifstofum.

Í tillögum hópsins segir að utanríkisráðherra skuli láta meta útgjaldaþörf ráðuneytisins í ljósi breyttra áherslna. Sérstaklega skal meta þörf á fjölda stöðugilda innanlands og erlendis, með það að markmiði að fækka stöðugildum og ná fram sparnaði.

Þá eigi ráðherrann að móta framtíðarstefnu um skipulag og vinnubrögð utanríkisþjónustunnar. „Meðal annars verði horft til samspils og verkaskiptingar utanríkisráðuneytisins, annarra ráðuneyta, Íslandsstofu, Þróunarsamvinnustofnunar og sendiskrifstofa. Þróun utanríkisþjónustu nágrannalandanna verði skoðuð og leitað fyrirmynda um nýsköpun sem bætt getur hagkvæmni og árangur,“ segir í tillögunum.

Endurskoða eigi bókhald og greiðslu reikninga í sendiráðum og að utanríkisráðherra láti meta þörf fyrir sendiskrifstofur, umfang þeirra, og kostnað meðal annars útfrá breytingum á tækni, þróun heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, áherslna í alþjóðastarfi, þátttöku í alþjóðastofnunum, og hvar önnur hagsmunagæsla fyrir Ísland nýtist sem best. Marmiðið sé að hækka sendirskrifstofum.

Hópurinn leggur einnig til að gerði verði úttekt á húseignum utanríkisráðuneytisins erlendis, og metið hvort að það mætti selja þær og finna ódýrara úrræði í húsnæðismálum. Og að endurmeta umfang og starfsemi Þýðingarmiðstöðvar ráðuneytisins.

Að lokum leggur hópurinn til að útflutningsaðstoð á vegum ráðuneytisins og Íslandsstofu verði endurskoðuð í samráði við fulltrúa atvinnulífsins. Jafnframt að Íslandsstofa taki við hlutverki viðskiptafulltrúa ráðuneytisins og hafi aðstöðu í sendiráðum Íslands.

Tillögur hópsins má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×