Innlent

Kallar eftir kostnaðargreiningu frá hagræðingarhópi

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að í tillögum hagræðingarhópsins sé verið að leggja drög að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að fallið sé frá hækkun í framlögum til þróunarmála.



„Það sem auðvitað slær mann eftir alla þessa umræðu sem hefur verið í gangi, þá slær það mig að fá hér tillögur sem eru einhver þankahríð um hugsanlega hagræðingarmöguleikar. Hér eru engar kostnaðargreiningar. Hér er ekki búið að setja verðmiða á hlutina,“ segir Katrín.

Katrín gagnrýnir að lagt sé til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður. „Svo eru líka tillögur sem eru af pólitískum toga t.d. blandaða fjármögnun í heilsugæslunni sem hefur verið opinber stofnun hingað til,“ segir Katrín.



Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að mörgum tilvikum sé um að ræða gamlar tillögur. Hann gagnrýnir að stytta eigi réttindatíma til atvinnuleysisbóta og niðurskurð í framlögum til þróunarmála. „Verst af öllu finnst mér að menn hafi ekki metnað til þess að Ísland sé alvöru þjóð meðal þjóða og leggi af mörkum í samræmi við getu sína til þeirra sem minnst hafa á milli handanna,“ segir Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×