Innlent

Leiðtogafundur Varðar - Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins segir að fundargestum bjóðist til að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr að loknum framsögum.
Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins segir að fundargestum bjóðist til að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr að loknum framsögum. mynd/365
Leiðtogafundur á vegum Varðar – Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fer fram í kvöld. Á fundinum flytja þau Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framsögur. Þau hafa öll gefið kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 16. nóvember næstkomandi.

Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins segir að fundargestum bjóðist að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr að loknum framsögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×