Innlent

Ofurölvi tónleikagestur með 8 ára börn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Málið verður að sögn lögreglu tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.
Málið verður að sögn lögreglu tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.
Lögreglan handtók í gærkvöldi karlmann á fimmtugsaldri á tónleikum Of Monsters and Men á Vífilstaðatúni. Maðurinn var að sögn lögreglu ofurölvi og með tvær 8 ára stúlkur í sinni umsjá.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að svæðisstjórn björgunarsveita hafi komið stúlkunum til aðstoðar og að maðurinn hafi gist í fangageymslur lögreglunnar. Maðurinn verður yfirheyrður í dag.

Málið verður að sögn lögreglu tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×