Innlent

Fleiri börn fá rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum 12-14 ára eru nú gjaldfrjálsar.
Tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum 12-14 ára eru nú gjaldfrjálsar. Mynd/Valgarður Gíslason.
Þriggja ára börn og börn á aldrinum 12-14 ára öðlast í dag rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum þegar næsti áfangi samnings um tannlækningar barna tekur gildi.

Tannlækningar þessara barna verða greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands fyrir utan 2.500 króna komugjald. Samningurinn um tannlækningar barna, sem tók gildi 15. maí síðastliðinn, tók í byrjun einungis til 15, 16, og 17 ára barna. Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands segir að byrjað hafi verið á elstu aldursflokkunum því þar sé vandinn mestur

„Samningurinn tekur einnig til barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki enn undir ofangreind aldursmörk. Í slíkum tilvikum skal tilvísun berast SÍ frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum og umsókn frá tannlækni. Eyðublöð og upplýsingar eru aðgengileg á www.sjukra.is. Mikilvægt er að barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi framangreindum upplýsingum til skjólstæðinga sinna sem falla undir þessi skilyrði," segir í tilkynningu á vef Sjúkratrygginga Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×