Innlent

Stofninn nálægt meðaltali

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Hari
Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að heildaraflamark á loðnu á komandi vertíð verði 160 þúsund tonn.



Gert er ráð fyrir að hrygningarstofninn verði 560 þúsund tonn og samkvæmt haustmælingum sem gerðar voru á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni er ástand loðnunnar nálægt langtíma meðaltali. Magn ársgamallar loðnu mældist nokkuð hærra en meðaltal síðustu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×