Íslenski boltinn

Hermann hættur með ÍBV af persónulegum ástæðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Stefán
Hermann Hreiðarsson verður ekki áfram með ÍBV í Pepsi-deild karla en það kemur fram á heimasíðu ÍBV að Hermann sé hættur þjálfun liðsins.  Þetta eru mjög óvæntar fréttir enda leit allt út fyrir að Hermann yrði áfram með liðið.

Hermann lætur af störfum af persónulegum ástæðum en hann gerði fína hluti á sínu fyrsta ári. ÍBV endaði í 6. sæti og komst í 2. umferð í Evrópukeppninni þrátt fyrir að missa stóran hóp af lykilmönnum frá árinu á undan.



Yfirlýsing ÍBV er svohljóðandi:

Hermann Hreiðarsson lætur af störfum

Hermann Hreiðarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu af persónulegum ástæðum.

 

Hermann tók við ÍBV fyrir ári síðan, skilaði liðinu í 6. sæti deildarinnar og komst í 2. umferð Evrópukeppninnar.

 

Knattspyrnudeild ÍBV þakkar Hermanni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

F.h. knattspyrnudeildar ÍBV

Valur Smári Heimisson, framkvæmdastjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×