Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum 28. janúar 2013 19:14 Björgólfur Thor „Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent