Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum 28. janúar 2013 19:14 Björgólfur Thor „Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
„Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira