Fótbolti

Drogba fer til Galatasaray

Kínaævintýri Didier Drogba er lokið. Tyrkneska félagið Galatasaray hefur náð samkomulagi við Shanghai Shenhua um kaup á leikmanninum.

Forráðamenn Galatasaray hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í janúar en félagið keypti Hollendinginn Wesley Sneijder á dögunum.

Hinn 34 ára gamli Drogba hefur samþykkt að skrifa undir 18 mánaða samning við tyrkneska félagið.

Drogba er ekki eini maðurinn sem er á förum frá Shenhua því Nicolas Anelka er á leið til Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×