Innlent

Neyðarsendir í flugvél fór óvart í gang

Gissur Sigurðsson skrifar
Neyðarskeyti tóku að berast stjórnstöð Landhelgisgæslunnar nú undir morgun. Brátt bárust vísbendingar í gegnum gerfihnött, um að sendingarnar kæmu frá flugvél, sennilega á Keflavíkurflugvelli.

Kom fljótlega í ljós að neyðarsendir í farþegaflugvél, sem verið var að ferma á vellinum, hafði farið í gang og var slökkt á honum.

Ekki er vitað hvers vegna hann hóf sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×