Innlent

Á hvorki rétt á uppbót frá Vinnumálastofnun né nýjum vinnuveitenda

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ég fékk vinnu 1. nóvember og staðfesti því ekki atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Þar af leiðandi hef ég ekki rétt á desemberuppbót frá stofnuninni, né nýja vinnuveitandanum, þar sem ég hef verið svo stutt í vinnu þar,“ segir Diljá Arnardóttir.

Eins og fram hefur komið mun Vinnumálastofnun greiða desemberuppbót til atvinnulausra og er reiknað með því að hún verði greidd fyrir jól. Diljá hafði verið á atvinnuleysisbótum frá árinu 2011 en er nú komin með vinnu og verður því af desemberuppbót.

Diljá er ekki sú eina verður af uppbót. „Ég myndi kannski skilja þetta ef ég hefði byrjaði á bótum í sumar eða eitthvað slíkt. Þetta er akkúrat tíminn sem maður þarf á þessu að halda. Ég er einstæð móðir með tvö börn og önnur stelpa sem ég er að vinna með er í sömu stöðu og ég. Þetta er út í hött.“

„Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að gera eitthvað í þessu,“ segir Diljá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×