Innlent

Afmælisþing um Hörð í dag

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hörður Bergmann á sjálfur lokaorð á afmælisráðstefnu sinni.
Hörður Bergmann á sjálfur lokaorð á afmælisráðstefnu sinni.
Í tilefni áttræðisafmælis Harðar Bergmann, rithöfundar og kennara, efna Landvernd og Alda í dag til málþings um þjóðmálabækur Harðar og ný leiðarljós í samfélagsumræðunni.

Meðal umræðuefna verða hugvekjur Harðar um neysluhyggju og hófsemd og leiðina til betra samfélags. Þá verður fjallað um sýun hans á húsnæðiskerfið, tækniframfarir og lýðræði svo eitthvað sé nefnt. Hörður mun sjálfur flytja lokaorð.

Málþingið verður klukkan eitt í Þjóðminjasafninu. Fundar- og umræðustjórar eru Egill Helgason og Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×