Innlent

Breskur hermaður myrti afganskan skæruliða með köldu blóði

Breskur hermaður hefur verið fundinn sekur um morð. Sérstakur herréttur fjallaði um mál hermannsins en hann var sakaður um að hafa myrt særðan afganskan skæruliða með köldu blóði.

Hermaðurinn hefur gegnt herþjónustu árum saman hjá konunglega landgönguliðinu. Hann á yfir höfði sér lífstíðar fangelsisvist. Málið og sjálfur úrskurðurinn hefur vakið mikla athygli enda er þetta í fyrsta skipti í áratugi sem breskur hermaðurinn er fundinn sekur um morð.

Myndbandsupptaka var sýnd við réttarhöldin en þar má sjá hermanninn skjóta afganska manninn í brjóstið. Stuttu síðar segir hermaðurinn við kollega sína að hann hafi brotið genfarsáttmálann og þetta megi ekki fara lengra.

Hershöfðingi konunglega landgönguliðsins sagði í samtali við The Guardian í dag að hér væri um að ræða skelfilegan atburð sem aldrei mætti endurtaka sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×