Innlent

Íslenskir jarðborunarmenn á Filipseyjum óhultir

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Á Filippseyjum er tjón víða mjög mikið og búist við að talsverðan tíma taki að meta skaðann sem fellibylurinn olli. Fellibylurinn er sagður einn sá stæsti sem mælst hefur í heiminum.

Víðast er rafmagnslaust og liggur símasamband einnig niðri. Þá er vegakerfið einnig úr skorðum vegna skriðufalla og fallinna trjáa. Einna verst er ástandið í borginni Tacloban, höfuðstað eyjarinnar Leyte. Þar sem mannslík liggja á víð og dreif og áætlað er að um 1000 manns séu látnir.

Bið verður á því að hægt verði að kanna mannfall og tjón í landinu vegna erfiðra aðstæðna segir Mar Roxax innanríkisráðherra landsins.

Í gær vöruðu stjórnvöld við því að yfir 12 milljónir manna væru í hættu vegna fellibylsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru 22 íslendingar með skráð lögheimili í Filippseeyjum en sökum sambandsleysis er ekki vitað um afdrif þeirra allra.

Tólf manna hópur frá íslenska fyrirtækinu Jarðborunum vinna að virkjun í Filippseyjum.

9 þeirra eru á svæðinu sem varð einnar verst úti.

Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður ræddi við yfirverkefnastjóra þeirra sem staddur er í Manilla í morgun hann sagðist á leið á fund mannanna með þyrlu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×