Innlent

Íslensk grásleppa í sérflokk

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Við þróun og vinnslu í vigni Fari allt að óskum munu þessar vörur seljast á evrópskum mörkuðum með vottun upp á vasann frá Marine Stewardship Council.
Við þróun og vinnslu í vigni Fari allt að óskum munu þessar vörur seljast á evrópskum mörkuðum með vottun upp á vasann frá Marine Stewardship Council. Mynd/vignir
Eiríkur Vignisson
Vignir hf. á Akranesi er í svokölluðu fiskveiðimati hjá vottunarfyrirtæki með það fyrir augum að fá gæðavottun frá Marine Stewardship Council (MSC) á grásleppu. Fari sú úttekt eins og til er ætlast verður það í fyrsta sinn sem grásleppa hlýtur slíka vottun.

Samherji stendur í sams konar vinnu til að fá vottun á karfa, sem hefur heldur hvergi fengið slíka vottun.

"Þessi vottun myndi þýða að við hefðum greiðari aðgang að smásölunni," segir Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis. Hann segist vonast til að vera með hana innan nokkurra mánaða.

Vignir flytur út á bilinu þrjú til fjögur þúsund tunnur á ári af hrognum. Þær fara á Norður-Evrópumarkað þar sem MSC-vottunin nýtist best.

Grásleppuna sjálfa selur fyrirtækið í Kína, þar sem grásleppan hefur haslað sér völl á markaðnum, en þar eru hins vegar engar kröfur gerðar um vottun.

Gísli Gíslason, sérfræðingur MSC á Íslandi, segir að auk þessara tveggja tegunda sé einnig unnið að því að fá MSC-vottun fyrir síld og ufsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×