Fimleikasamband Íslands valdi á dögunum fulltrúa landsins á HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerpen í Belgíu 30. september - 6. október.
Úrtökumót fór fram á dögunum hér á landi en keppt verður í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum.
Agnes Suto, Norma Dögg Róbertsdóttir og Tinna Óðinsdóttir, allar úr Gerplu, keppa í kvennaflokki. Liðsfélagi þeirra, Ólafur Garðar Gunnarssonar, keppir í karlaflokki ásamt Jóni Sigurði Gunnarssyni úr Ármanni.
Þjálfarar í ferðinni verða Guðmundur Þór Brynjólfsson hjá konunum og Guillermo Alvarez hjá körlunum. Berglind Pétursdóttir og Anton Þórólfsson dæma á mótinu.
Fyrsta heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fór fram í Antwerpen árið 1903 eða fyrir 110 árum.
Þau keppa á sögulegu HM í Antwerpen
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


