Fékk ekki vinnu hjá KS - „Þú þykir of gamall“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 14:07 Steingrímur er 63 ára, menntaður kjötiðnaðarmaður, og vonaðist hann til þess að fá vinnu eina sláturtíð við kjötvinnslu eða á sláturlínu. samsett mynd Steingrímur Viktorsson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kaupfélag Skagfirðinga (KS). Hann hringdi norður í sumar í þeim tilgangi að sækja um vinnu en segist hafa fengið þau svör að hann þætti of gamall. „Ég ræddi við starfsmannastjórann sem sagði mér að þetta yrði skoðað. Svo hringdi hún í mig einhverjum tíu dögum síðar og sagði mér að það kæmi ekki til að ég fengi vinnu hjá þeim,“ segir Steingrímur sem spurði þá út í ástæður þess. „Þá sagði hún þetta bara beint framan í mig: „Þú þykir of gamall“.“ Steingrímur er 63 ára, menntaður kjötiðnaðarmaður, og vonaðist hann til þess að fá vinnu eina sláturtíð við kjötvinnslu eða á sláturlínu. „Það máttu Skagfirðingarnir eiga að þeir hunsuðu mig ekki alveg,“ segir Steingrímur en hann sótti um á fleiri stöðum en fékk hvergi svör. „En maður hefur einhvern vott af sjálfsvirðingu og þarna er náttúrlega verið að brjóta hana niður.“ Verst þótti Steingrími þó að hafa verið nýbúinn að kaupa þrjú læri frá KS þegar hann fékk símtalið, en hann ætlar ekki að skipta við fyrirtækið aftur. „Við vorum að fara í ferðalag nokkrir félagar og það lenti á mér að sjá um steikina. Því bölvaði ég því að hafa ekki bara keypt þau af Sláturfélaginu. En það þýðir ekki að henda lærunum, það græðir enginn á því,“ segir Steingrímur, sem enn leitar að vinnu.„Enginn of gamall til að vinna hjá okkur“ „Ég efast nú um að hann hafi fengið svona tilsvör,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðarstöðvar KS í samtali við Vísi. Hann segir engin aldurstakmörk á störfum hjá KS og segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að starfsmannastjórinn hafi gefið það út í þessu tilfelli. „Ég held að hann sé eitthvað að taka þetta úr samhengi þessi ágæti maður. Það er enginn of gamall til að vinna hjá okkur en hann getur hins vegar verið of gamall í ákveðin störf sem eru einfaldlega það líkamlega erfið. Ég kannast ekki við þetta mál en hins vegar er það þannig að 63 ára maður fer ekkert í hvaða störf sem er í sláturhúsi, það get ég sagt þér strax. En það eru hérna menn sem eru orðnir þó nokkuð fullorðnir sem eru í störfum sem passa og þá hafa þau störf bara verið frátekin þegar hann sótti um þessi maður.“ Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Steingrímur Viktorsson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kaupfélag Skagfirðinga (KS). Hann hringdi norður í sumar í þeim tilgangi að sækja um vinnu en segist hafa fengið þau svör að hann þætti of gamall. „Ég ræddi við starfsmannastjórann sem sagði mér að þetta yrði skoðað. Svo hringdi hún í mig einhverjum tíu dögum síðar og sagði mér að það kæmi ekki til að ég fengi vinnu hjá þeim,“ segir Steingrímur sem spurði þá út í ástæður þess. „Þá sagði hún þetta bara beint framan í mig: „Þú þykir of gamall“.“ Steingrímur er 63 ára, menntaður kjötiðnaðarmaður, og vonaðist hann til þess að fá vinnu eina sláturtíð við kjötvinnslu eða á sláturlínu. „Það máttu Skagfirðingarnir eiga að þeir hunsuðu mig ekki alveg,“ segir Steingrímur en hann sótti um á fleiri stöðum en fékk hvergi svör. „En maður hefur einhvern vott af sjálfsvirðingu og þarna er náttúrlega verið að brjóta hana niður.“ Verst þótti Steingrími þó að hafa verið nýbúinn að kaupa þrjú læri frá KS þegar hann fékk símtalið, en hann ætlar ekki að skipta við fyrirtækið aftur. „Við vorum að fara í ferðalag nokkrir félagar og það lenti á mér að sjá um steikina. Því bölvaði ég því að hafa ekki bara keypt þau af Sláturfélaginu. En það þýðir ekki að henda lærunum, það græðir enginn á því,“ segir Steingrímur, sem enn leitar að vinnu.„Enginn of gamall til að vinna hjá okkur“ „Ég efast nú um að hann hafi fengið svona tilsvör,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðarstöðvar KS í samtali við Vísi. Hann segir engin aldurstakmörk á störfum hjá KS og segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að starfsmannastjórinn hafi gefið það út í þessu tilfelli. „Ég held að hann sé eitthvað að taka þetta úr samhengi þessi ágæti maður. Það er enginn of gamall til að vinna hjá okkur en hann getur hins vegar verið of gamall í ákveðin störf sem eru einfaldlega það líkamlega erfið. Ég kannast ekki við þetta mál en hins vegar er það þannig að 63 ára maður fer ekkert í hvaða störf sem er í sláturhúsi, það get ég sagt þér strax. En það eru hérna menn sem eru orðnir þó nokkuð fullorðnir sem eru í störfum sem passa og þá hafa þau störf bara verið frátekin þegar hann sótti um þessi maður.“
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira