Innlent

Sigríður Hjaltested hæfust

Boði Logason skrifar
Sigríður Hjaltested er hæfust til að gegna starfi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Sigríður Hjaltested er hæfust til að gegna starfi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Mynd/365
Dómarastörf við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða voru auglýst laus til umsóknar í byjun júní síðastliðnum. Umsækjendurnir voru átta en tveir drógu umsóknir sínar til baka.

Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er hæfust af þeim umsækjendum sem sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, og að henni frátalinni eru þau Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, og Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaður Kópavogs, hæfust.

Þá sótti Sigríður Elsa einnig um embætti dómara við Héraðsdóm Vestfjarða, en þar var hún metin hæfust ásamt Arnaldi Hjartarsyni, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

Álit dómnefndar má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×